Álftaneshringur
Þessi 12,5 km hjólaleið um Álftanes hefst við bílastæðið við Gálgahraun, friðlýst náttúruverndarsvæði þar sem úfið hraun, grænn mosi og sjávarsíðan skapa hrífandi landslag. Góður og breiður hjólastígur liggur meðfram Hraunholtsbraut í gegnum undirgöng og áfram meðfram Garðahraunsvegi. Á þessari leið gefst frábært útsýni yfir strandlengjuna og yfir að Bessastöðum, forsetasetri Íslands. Hægt er að bæta við skemmtilegum aukakrók að Bessastöðum áður en haldið er áfram meðfram Álftanesvegi, þar sem hjólað er í átt að Suðurnesvegi til að loka hringnum. Á bakaleiðinni er hjólað um nýja Álftanesveginn þar sem Gálgahraun blasir á ný við í allri sinni dýrð þar til komið er aftur að upphafsstað. Hjólaleiðin er tiltölulega létt, fjölskylduvæn og hentar þeim sem vilja njóta útivistar í fallegu umhverfi Álftaness.
Bílastæði við Gálgahaun