Umhverfis Helgafell í Hafnarfirði
Gangan upp á Helgafell í Hafnarfirði er afar vinsæl meðal borgarbúa, en það er einnig skemmtilegt að ganga hringinn í kringum þetta tignarlega fjall. Leiðin hefst á bílastæðinu við Helgafell og gengið er eftir vel merktum stíg í átt að Helgafelli og áfram í gegnum Valahnúkaskarð. Í stað þess að taka stefnu upp fjallið er haldið áfram eftir slóðanum umhverfis það. Leiðin er fjölbreytt og greiðfær, þar sem melar, sandar og klappir leysa hvert annað af. Þegar búið er að ganga rúmlega hálfa austurhlið fjallsins blasir við klettadrangur sem nefnist Riddarinn sem gaman er að staldra við og virða fyrir sér. Slóðanum er fylgt áfram meðfram austur- og suðurhlið Helgafells þar til komið er aftur að upphafsstígnum. Þaðan er gengið til baka að bílastæðinu þar sem ferðin hófst.
Bílastæði við Helgafell